Wednesday

Blaðagrein úr DesignMonthly

febrúar 2010

Ætla að gamni mínu að birta grein sem birtist um mig í hönnunarblaðinu DesignMonthly í febrúar 2010.

Hún fjallar í stuttu máli um æviferil minn og er ég sérlega ánægður með hana.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Finn Juhl var fyrsti danski móderníski húsgagnahönnuðurinn sem varð þekktur. Hann bjó til nýjan danskann húsgagnastíl sem lagði að jöfnu form og notagildi. Það var tekið eftir honum á heimsvísu, mest eftir að hann hannaði Trusteeship Colncil Room í höfuðstöðvum sameinuðuþjóðanna, og í framhaldi af því var hann óformlega kallaður, faðir danska módernismans.

Finn Juhl var lærður arkítekt og innanhús hönnuður, og sjálflærður iðnhönnuður. Það var einhverskonar dönsk hefð fyrir arkítekta og málara að hanna húsgögn til eigin notkunar. Orðspor hans fyrir bygginga- og rýmishönnun kom á undan frægð hans sem húsgagnahönnuður. Á meðal afreka hans sem arkítekt voru 33 farmiðasölur Skandinavians Airlines (SAS) víðsvegar um heiminn og árið 1951, fékk hann hönnunarverkefni í byggingu sameinuðu þjóðanna. Þetta verkefni opnaði mikilvægar hurðir og reyntist síðar ómetanlegt fyrir alþjóðlegan áhuga á danska módernismanum.

Frumkvöðlastarf Juhls hvað varðaði húsgagnahönnun byrjaði upp úr 1930, en þá þróaði hann þann stíl, sem hann var þekktur fyrir - samruna burðarvirkis stóls og yfirborðs sætis, arma og baks. Notkun hans á hinu "lifandi, lífræna" var uppreisnargjörn. Hann kynnti "fljótandi" sætisyfirborð og notaði oft áklæði til að kalla fram kontrasta við harðari burðarvirki stóls.

Finn Juhl fæddist í Frederiksberg í Danmörku, 30 janúar árið 1912. Pabbi hans og bróðir ólu hann upp þar sem móðir hans dó 3 dögum eftir fæðingu hans. Það er ekki hægt að segja hvernig áhrif þetta hafði á bernsku hans en aðspurður hvort að hann saknaði hennar sagði hann nei, að það væri ekki hægt að sakna einhvers sem maður þekkti ekki. Hann stundaði nám í Royal Academy í Kaupmannahöfn, árin 1930-1934, einsog margir aðrir, og lauk námi þaðan með gráðu í arkítektúr. Eftir að hann útsrifaðist fór hann að vinna fyrir arkítekt að nafni Vilhelm Lauritzen. Þann 15 júlí, árið 1937 giftist hann Inge-Marie Skaarups, en þau skildu seinna meir. Þó svo að Juhl hafi sett húsgagnahönnun fyrir sig í endann, var hann frábær arkítetk og fyrstu verðlaunin sem hann fékk, árið 1942, voru fyrir hans eigin hús. Árið 1945 yfirgaf Juhl arkítektastofu Lauritzen og fór og stofnaði sína eigin vinnustofu. Finn Juhl yfirgaf aldrei arkítektúr að fullu og það var einmitt það sem gerði hann svona frægann í danskri hönnun, blanda hæfileikanna. Á árunum 1945 – 1950 kenndi hann í tækniskólanum í Frederiksberg. Þegar hann var ekki að kenna eyddi hann öllum stundum á vinnustofunni sinni. Þar átti hann best heima. Árið 1961 hóf hann síðan sambúð með Hanne wilhelm Hansen.

Finn Juhl dó í Kaupmannahöfn, þann 17 maí, árið 1989, en heppilega þá er hægt að skoða verk hans á nokkrum söfnum um heiminn.

Juhl gerði margt og mikið yfir ævina og hæfileikar hans náðu lengra en bara yfir húsgagnahönnun og arkítektúr. Hann var ráðinn til að hana ritvél fyrir IMB, ísskápa, keramík og einnig glervörur fyiri Georg Jensen.

No comments:

Post a Comment