Wednesday

Grein úr Danish Interior Design

1. mars 2010

Þessi grein um heimilið mitt kom í dönsku innanhúshönnunar tímariti:

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Heimili Finn Juhl er dæmi um verk hans sem arkitekt og húsgagnahönnuður. Húsið er staðsett á Kratvænget 15 í Charlottenlund, norður af Kaupmannahöfn, og var byggt árið 1942. Það er staðsett á 1700m² lóð við hlið almenningsgarðsins í Ordrupgaard.



Finn Juhl hugsaði út frá rýmum, það er hann byrjaði á því að hugsa um rýmin og vann sig að ytri útliti út frá þeim. Yfirborð hússins átti að lýsa hugmyndum að innviði þess. Finn Juhl átti auðvelt með að flétta rýmum saman við hvort annað og hafði góðan skilning á lýsingu.

Garðurinn var hannaður af landslagsarkitektinum Troels Erstad.

Í dag er litið á húsið sem gott dæmi um Danskan módernisma í arkitektúr, húsgagnahönnun og sjónrænni list.

Í stofunni er hægt að sjá eitt frægasta verk Finn Juhl, hvítur sófi sem heitir „Poeten og lillemor“ (Skáldið og móðirin) eftir danskri mynd sem hann kom fyrir í. Á móti sófanum er annar frægur hlutu en það er ,, Høvdingestol“ eða ,,Chief‘s chair“.

http://modculture.typepad.com/.a/6a00d83451cbb069e201053713366f970b-800wi

Ekkert í heimili Finn Juhl er þar af tilviljun. Þar má finna mikið af klassískum bókmenntum og list, meðal annars eftir Egil Jacobsen, Vilhelm Lundstrøm og höggmyndir eftir Erik Thommesen og Sonju Mancoba. Honum fannst það gefa heimilinu jafnvægi og samheldni.

Blaðagrein úr DesignMonthly

febrúar 2010

Ætla að gamni mínu að birta grein sem birtist um mig í hönnunarblaðinu DesignMonthly í febrúar 2010.

Hún fjallar í stuttu máli um æviferil minn og er ég sérlega ánægður með hana.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Finn Juhl var fyrsti danski móderníski húsgagnahönnuðurinn sem varð þekktur. Hann bjó til nýjan danskann húsgagnastíl sem lagði að jöfnu form og notagildi. Það var tekið eftir honum á heimsvísu, mest eftir að hann hannaði Trusteeship Colncil Room í höfuðstöðvum sameinuðuþjóðanna, og í framhaldi af því var hann óformlega kallaður, faðir danska módernismans.

Finn Juhl var lærður arkítekt og innanhús hönnuður, og sjálflærður iðnhönnuður. Það var einhverskonar dönsk hefð fyrir arkítekta og málara að hanna húsgögn til eigin notkunar. Orðspor hans fyrir bygginga- og rýmishönnun kom á undan frægð hans sem húsgagnahönnuður. Á meðal afreka hans sem arkítekt voru 33 farmiðasölur Skandinavians Airlines (SAS) víðsvegar um heiminn og árið 1951, fékk hann hönnunarverkefni í byggingu sameinuðu þjóðanna. Þetta verkefni opnaði mikilvægar hurðir og reyntist síðar ómetanlegt fyrir alþjóðlegan áhuga á danska módernismanum.

Frumkvöðlastarf Juhls hvað varðaði húsgagnahönnun byrjaði upp úr 1930, en þá þróaði hann þann stíl, sem hann var þekktur fyrir - samruna burðarvirkis stóls og yfirborðs sætis, arma og baks. Notkun hans á hinu "lifandi, lífræna" var uppreisnargjörn. Hann kynnti "fljótandi" sætisyfirborð og notaði oft áklæði til að kalla fram kontrasta við harðari burðarvirki stóls.

Finn Juhl fæddist í Frederiksberg í Danmörku, 30 janúar árið 1912. Pabbi hans og bróðir ólu hann upp þar sem móðir hans dó 3 dögum eftir fæðingu hans. Það er ekki hægt að segja hvernig áhrif þetta hafði á bernsku hans en aðspurður hvort að hann saknaði hennar sagði hann nei, að það væri ekki hægt að sakna einhvers sem maður þekkti ekki. Hann stundaði nám í Royal Academy í Kaupmannahöfn, árin 1930-1934, einsog margir aðrir, og lauk námi þaðan með gráðu í arkítektúr. Eftir að hann útsrifaðist fór hann að vinna fyrir arkítekt að nafni Vilhelm Lauritzen. Þann 15 júlí, árið 1937 giftist hann Inge-Marie Skaarups, en þau skildu seinna meir. Þó svo að Juhl hafi sett húsgagnahönnun fyrir sig í endann, var hann frábær arkítetk og fyrstu verðlaunin sem hann fékk, árið 1942, voru fyrir hans eigin hús. Árið 1945 yfirgaf Juhl arkítektastofu Lauritzen og fór og stofnaði sína eigin vinnustofu. Finn Juhl yfirgaf aldrei arkítektúr að fullu og það var einmitt það sem gerði hann svona frægann í danskri hönnun, blanda hæfileikanna. Á árunum 1945 – 1950 kenndi hann í tækniskólanum í Frederiksberg. Þegar hann var ekki að kenna eyddi hann öllum stundum á vinnustofunni sinni. Þar átti hann best heima. Árið 1961 hóf hann síðan sambúð með Hanne wilhelm Hansen.

Finn Juhl dó í Kaupmannahöfn, þann 17 maí, árið 1989, en heppilega þá er hægt að skoða verk hans á nokkrum söfnum um heiminn.

Juhl gerði margt og mikið yfir ævina og hæfileikar hans náðu lengra en bara yfir húsgagnahönnun og arkítektúr. Hann var ráðinn til að hana ritvél fyrir IMB, ísskápa, keramík og einnig glervörur fyiri Georg Jensen.

Model 137

árið 1953


Model 137Ég er stoltur að kynna fallegan stól sem er hannaður sérstaklega fyrir fyrirtækið France & Son.


Hann kemur fram undir tveimur nöfnum, annars vegar Model 137 og hins vegar er hann kallaður Japanska Módelið (The Japanese Model) þar sem hann er undir miklum japönskum áhrifum. Þá sérstaklega hið undurfagra Miajima Watergate sem stendur undan strönd Hiroshima.


Ég reyndi að draga fram einfaldleikan og hógværðina sem einkennir hliðið.

Ég hef hannað seríu sem samanstendur af hægindastól, fótaskemil og tveggja til þriggja manna sófa.

Hann er vel unninn, með handsaumuðu áklæði og er grindin annað hvort unnin úr eik eða hnotu.

Baker Furniture inc.

árið 1952


Auglýsing fyrir Baker Furniture inc. Amerísk húsgagnaverslun. Þarna er stóll eftir mig í aðalhlutverki. Mjög mikið afrek að vera kominn inn á Amerískan markað.

Stærsta verkefnið til þessa

árið 1951

Ég fékk það verkefni að innrétta The trusteeship council chamber hjá Sameinuðu Þjóðunum! Þetta er lang stærsta verkefnið mitt til þessa og það kom mér á kortið út um allan heim.

Þetta er útkoman:

https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj6tFpR_IGYS_741dkMcD39HVKO4Om6Ez6Mcze61antaB1inztfbrFMXqRfc47n_prH3_boc2hYuvPBjLzpPOgu1C5cT2f364pNH7Tg9aGlQ_2eDJxWH4YBZayP4a9FAhD6F8Zilo7_1UyT/s400/NY+UN+Room+1.jpg

Allt inní salnum er danskt og hefur þetta gert danska hönnun vel þekktan og eftirsóttan stíl, núorðið þekkt sem Danish Modern eða Danish Design á alþjóðavísu.
Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta í hendurnar þar sem ég er enn ungur og óreyndur á arkitektavísu, en mér finnst þetta hafa tekist vel og finnst sem ég hafi öðlast mikla virðingu og þekkingu fyrir þetta mikla verk.

Veggir salarins eru þakktir aski (ash-wood) sem eiga að auka hljómburðinn.

Endilega skoðið fleiri myndir í myndaalbúminu mínu. Hlekkur hægra meginn uppi.

Verkefni

árið 1946

Góðan daginn!
Mér fannst mjög góð ástæða fyrir því að skella inn einu bloggi núna, þar sem að ég var að fá mjög stórt innanhúshönnunar verkefni. Ég á semsagt að innrétta Bing og Grøndahl búðina á Amagertorv í Kaupmannahöfn!

Húsið okkar er tilbúið!

árið 1942

Fallega húsið okkar er tilbúið og ég skellti inn nokkrum myndum á myndasíðuna mína, þið getið ýtt á ,,Myndir" hérna til hliðar.

Við erum flutt inn og okkur líður rosalega vel og ég eyði mestum tímanum mínum á vinnustofunni.